Bréfið til Hebrea 13.

Lofgjörðarfórn fyrir Guð

Látið ekki ýmiss konar framandi kenningar afvegaleiða ykkur. Látið náð Guðs næra hjartað, ekki mat af ýmsu tagi. Þeir sem sinntu slíku höfðu eigi happ af því. Við höfum altari og þeir er tjaldbúðinni þjóna hafa ekki leyfi til að neyta þess sem á því er. Æðsti presturinn ber blóð dýranna inn í helgidóminn til syndafórnar en hræ þeirra eru brennd fyrir utan herbúðirnar. Þess vegna leið Jesús fyrir utan hliðið, til þess að hann helgaði lýðinn með blóði sínu. Göngum því til hans út fyrir herbúðirnar og berum vanvirðu hans. Því að hér höfum við ekki borg er stendur heldur leitum við hinnar komandi. Með hjálp Jesú skulum við því án afláts færa Guði lofgjörðarfórn, ávöxt vara er játa nafn hans. En gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpseminni  því að slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar. Hlýðið leiðtogum ykkar og verið þeim eftirlát. Þeir vaka yfir sálum ykkar og eiga að lúka reikning fyrir þær. Verið þeim eftirlát til þess að þeir geti gert það með gleði, ekki andvarpandi. Það væri ykkur til ógagns. Biðjið fyrir mér því að ég er þess fullviss að ég hef góða samvisku og vil í öllum greinum breyta vel. Ég bið ykkur enn rækilegar um að gera þetta til þess að ég verði brátt aftur sendur til ykkar. Bréf/Hebrea 13:9-19.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sautján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

229 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 148
  • Frá upphafi: 208174

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.