12 og 12

11,01,12,AA hugleiðing dagsins:

Fæst okkar hugsuðu um að hjálpa öðrum á meðan við enn drukkum. Okkur þótti gaman að bjóða öðrum í glas; Þá fannst okkur við vera höfðingleg. En í raun notuðum við aðra sjálfum okkur til gamans. Okkur datt aldrei í hug að reyna að hjálpa einhverjum, sem þurfti á hjálp að halda. Að rétta hjálparhönd fannst okkur hin mesta einfeldni. En þegar við komum í AA, fórum við að reyna að hjálpa öðrum. Við komumst að því, að þannig urðum við hamingjusamari og okkur gekk betur að vera allsgáð. Hef ég komist að því, að hamingja felst í því að hjálpa öðrum?

Íhugun dagsins:

Ég bið aðeins um styrk og að Guðs vilji komi fram. Ég vil nýta mér ótakmarkaðan mátt Guðs. Ég ætla að leita vilja Guðs mér til handa. Ég mun leita vitundar um nærveru Goðs, því hann er ljós heimsins. Ég er orðinn pilagrimur, sem aðeins fer fram á leiðsögn, styrk og handleiðslu þennan dag.

Bæn dagsins:

Ég bið að ég leiti handleiðslu Guðs, frá einum degi til annars. Ég bið að ég megi leitast við að dvelja í nærveru Guðs.

24 stunda bókin í dag 11.01







 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er sorglegt Gulli minn að sjá hvernig 12.spora kerfinu er blandað saman með Jesú Krist og Guð fram og tilbaka. Þett er ekkert annað enn eigingirni sem þarf að fá fólk til að skilja. Ég hef sjálfur verið í þessu prógrammi í 29 ár og er ágætlega sáttur við Guð og góða menn.

Fólk sem ekkert veit um 12.spora prógrammið hræðist frá því einmitt vegna þess að gefið er í skyn að þetta sé eitthvað trúarprógram. Málið er að menn eiga að geta notað þetta prógram án þess að finnast þeir vera á leiðinni inn í trúarbrögð.

Hugsaðu um þetta samtímis sem ég vona að þú takir þessu vel. 12.sporið er virkilega aðalsporið fyrir lengra komna og ég vinn á stöðum þar sem mórallin er svo viðkvæmur að mér dytti aldrei í hug að fara með æðruleysibænina á fundum hvað þá meira.

Guð minnist ég aldrei á. Þeir sem fara inn í prógrammið finna út úr þessu sjálfir...

Óskar Arnórsson, 12.1.2012 kl. 02:16

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já vinur minn Óskar 12 og 12 er komi út frá trú það má trúa á hvað sem er. þetta verka Drottinn blessi þig Óskar

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 12.1.2012 kl. 02:34

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Bæn og meditation er ráðlögð til að ná sambandi við sinn æðri mátt eins og hver skilur hann. Það er vanalegra að segja "affirmation" í staðin fyrir bæn, enda það nákvæmlega sama.

Hugleiðsla er hægt að stunda bæði í þar til gerðum herbergjum eða bara með sjálfum sér í vinnuni.

12 spora prógrammið kom EKKI út frá trú, heldur frá blöndu af krisnum gildum, spiritisma og fílósofiskum stúdíum Oxfordgruppunar í USA. Oxfordgruppan var undir sterkum áhrifum af allskonar fólki eins og Carl Gustav Jung og fleirum.

Ég hef sjálfur stúderað kristni, buddha, spritisma og afneitunar kirkjunar á öllu nema sjálfum sér. Það afneitunarsýstem í nafni trúarbragða, sem kirkjan hefur byggt upp í póltísku skyni til að styrkja vald sitt, er alveg þess virði að hlusta á.

Unglingar með óharnaðan huga detta inn í kristnar kirkjur um víða veröld, einangrast frá fjölskyldum sínum, hætta skólagöngu og foreldra gráta þessi börn ein sog þau hafi misst þau í eyturlyf og áfengissýki.

Enda engin munur á þessu nema að unglingarnir sleppa við lifrarskemmdir og afbrot. Það er komið 12.spora prógram sem er orðin full þörf á, og það heitir FA - Fundamenalist Anonymous og er fyrir trúfíkla.

Trúfíkill er sá sem notar trúmál sem samskipti við annað fólk til þess að sleppa við að vera hann sjálfur. Hann hafnar í samskonar einangrun og þegar hann eða hún drakk, bara annari tegund af einangrun.

Í Svíþjóð er það orðið þannig að þessir AA menn sem troða trúaráhuga sínum upp á AA fólk og NA fólk, hefur gert það að verkum að margar kommúnur hafa bannað meðferðaheimili sem nota 12.spora prógrammið.

Og ég skil það vel. Ég á t.d. mörg börn og ég myndi aldrei vilja að mín börn lentu í svona kynningu á besta meðferðar og hjálparprógrammi sem nokkurtíman hefur verið smíðað.

Ég kalla þessa AA menn á fundum sem ég fer mikið á, fyrir skemmdarvarga og anti-12 sporamenn....vonadi skilur þú af hverju.

Óskar Arnórsson, 12.1.2012 kl. 03:17

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

þú mátt hafa þína skoðum. og gangi þig vel. ég er bara að skrifa þetta fyrir mig þetta er upp úr 24 stunda bók

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 12.1.2012 kl. 04:46

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég þarf ekkert leyfi frá neinum til að hafa mína skoðun Gunnlaugur. Ég er bara að benda þér á hvernig hægt er að skemma fyrir fólki sem þarf á prógramminu að halda með að leggja rangar áherslur á það.

Þú ert orðin svo sjóaður í 12.spora kerfinu að það má alveg vera með og hjálpa til að menn nái þangað sem þurfa á því að halda. Ég hef vísað manni út af AA fundi vegna svona málflutnings eftir að hafa varað hann við margsinnis. Og það geri ég með góðri samvisku.

Ég les oft pistlana þína og þeir eru margir hverjir fallegir og fínir. Enn ég veit að það les fólk kanski pistlanna þína sem er að leita að fyrstu hjálp vegna alkoholisma, og þá fær það kolrangar hugmyndir um prógrammið. Verða jafnvel hræddir við það ...

Vonandi tjáir þú þig ekki í þessum dúr á AA fundum eins og þú skrifar á blogginu...

Óskar Arnórsson, 12.1.2012 kl. 05:08

6 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

ja ja hvað skal sega það má tala um hvað sem er á AA fundum maður er að tala fyrir sig. En hvergi er hætt að vísað manni út það er enginn sem stjórna nema Guð sporin 12 hvað er tala oft um Guð ?

En takk fyrir að skrifa þetta mér þykki vant um þig

              Kær kveðja Gulli

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 12.1.2012 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

237 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 207982

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband