Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

sálmur

Þú mikli Guð, ert með oss á jörðu miskunn þín nær en geisli á kinn eins og vér finnum andvara morguns, eins skynjar ´hjartað kærleik þinn.

Í dagsins iðu, götunnar glaumi, greinum vér þig með ljós þitt og frið. Hvar sem ein bæn er beðin í hljóði, beygir þú kné við mannsins hlið.

Hvar sem er unnið, hugur þinn starfar, hús vor og tæki eru þín verk. Þú vilt vér teljum vort það, sem gefur viskan þín rík og höndin sterk.

Djúp er þín lind, sem lífgar og nærir, lófinn þinn stór, vort eilíf hlé. Gjör þú oss, Kristur, Guðs sonur góði, greinar á þínu lífsins tré.

                   Sigurbjörn Einarsson


sálmarnir

pray

Ó Ísrael, bið þú Drottins, því að hjá Drottni er miskunn, og hjá honum er gnægð lausnar.

Hann mun leysa Ísrael frá öllum misgjörðum hans.

               sálm.130:7-8


sálmarnir

Jesus_holds_the_world

Ég vil vegsama þig að eilífu, því að þú hefir því til vegar komið, kunngjöra fyrir augum þinna trúuðu, að nafn þitt sé gott.

             sálm.52:11

Hlýð,ó Guð, á bæn mína fel þig eigi fyrir grátbeiðni minni.

          sálm.55:2.


sálmarnir

pray

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. Drottinn er öllum góður, og miskunn hans er yfir öllu, sem hann skapar.

               sálm.145:8-9.


orð GUÐS til þín

Picture 006

Augur mín mæna til himins. Drottinn, ég er í nauðum, líkna þú mér.

jes.38:14


bréf Páls til kólossumanna

pray

Og hann er höfuð líkamans, kirkjunnar, hann sem er upphafið, frumburðurinn frá hinum dauðu. Þannig skyldi hann verða fremstur í öllu. Því að í honum þóknaðist Guð að láta alla fyllingu sína búa og láta hann koma öllu í sátt við sig, öllu bæð á jörðu og himnum, með því að semja frið með blóði sínu úthelltu á krossi. Og yður, sem áður fyrir voruð fráhverfir Guði og óvinveittir honum í huga yðar og vondum verkum, yður hefur hann nú sátta gjört við sig með dauða Krists í jarðneskum líkama. Hann vildi láta yður koma fram fyrir sig heilaga og lýtalausa og óaðfinnanlega.

     kólossubréfið.1:18-22


orð GUÐS til þín

Picture 006

Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér?

Heb.13:6


sálmarnir

pray

Hann dæmir heiminn með réttvísi, heldur réttlátan dóm yfir þjóðunum.

Hinum snauða verður eigi ávallt gleymt, von hinna hrjáðu bregst eigi sífellt.

  sálm.9, 9. 19.


sálmarnir

pray

Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfugefið mig?

Ég hrópa, en hjálp mín er fjarlæg.

,,Guð minn!" hrópa ég um daga, en þúsvara ekki, og um nætur, en ég finn enga fró.

Og samt ert þú hinn heilagi, sáer ríkir uppi yfir lofsöngvum Ísraels.

Þér treystu feður vorir,þeir treystu þér, og þú hjálpaðir þeim,til þín hrópuðu þeir, og þeim var bjargað, þér treystu þeir og urðu ekki til skammar.

   sálm.22:2-6


manchester united

Rooney_og_Ronaldo

Aston Villa...0   man utd...2

Christiano Ronaldo skoraðri 1 og Wayne Rooney 1

er besti og Ronaldo er bestur í heimi segi ég

eru komni í fjórðu umferð í enska bikarins mynd02

 

j


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband