Lúkas

l_97d0ddb37090f9d7d5ba4af6d1ffc64e

Krossfestur.

Þegar þeir leiddu hann út, tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene, er kom utan úr sveit, og lögðu krossinn á hann, að hann bæri hann eftir Jesú. En honum fylgdi mikill fjöldi fólks og kvenna, er hörmuðu hann og grétu. Jesús sneri sér að þeim og mælti: ,,Jerúsalemsdætur, grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum yður og börnum yðar. Því þeir dagar koma, er menn munu segja: Sælar eru óbyrjur og þau móðurlíf, er aldrei fæddu, og þau brjóst, sem engan nærðu. ( Þá munu menn segja við fjöllin: Hrynjið yfir oss! og við hálsana: Hyljið oss! ) Því að sé þetta gjört við hið græna tréð, hvað mun þá verða um hið visna?"  Með honum voru og færðir til lífláts aðrir tveir, sem voru illvirkjar. Og er þeir komu til þess staðar, sem heiitir Hauskúpa, krossfestu þeir hann þar og illvirkjana, annan til hægri handar, hinn til vinstri, Þá sagði Jesús: ,,Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra. En þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér. Fólkið stóð og horfði á, og höfðingjarnir gjörðu gys að honum og sögðu: ,,Öðrum bjargaði hann, bjargi hann nú sjálfum sér, ef hann er Kristur Guðs, hinn útvaldi." Eins hæddu hann hermennirnir, komu og báru honum edik og sögðu: Ef þú ert konungur Gyðinga, þá bjargaðu sjálfum þér." YFIRSKRIFT var yfir honum: ÞESSI ER KONUNGUR GYÐINGA. Annar þeirra illvirkja, sem upp voru festir, hæddi hann og sagði: ,,Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!" En hinn ávítaði hann og sagði: ,, Hræðist þú ekki einu sinni Guð, og ert þó undir sama dómi? Við erum það með réttu og fáum makleg gjöld fyrir gjörðir okkar, en þessi hefur ekkert illt aðhafst." Þá sagði hann: ,, Jesús minnst þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt!" Og Jesús sagði við hann:  Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís."

        (Lúkas,23:26-43.) 

j0384793


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er ómögulegt að gera sér í hugalund allar þær kvalir mannana sem að Jesú leið saklaus til að leysa okkur. Ekki einungis þurfti hann að ganga í gegnum gríðarlega líkamlegar kvalir heldur bókstaflega allar andlegar og tilfinningalegar misþyrmingar sem að hægt er að hugsa sér allt til þess við mættum fá lausn fyrir hann. Dýrð sé Guði

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.3.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

225 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 155
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 116
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.