Bloggfærslur mánaðarins, júní 2023

Bæn dagsins

Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. Eða hver er sá maður meðal yðar sem gefur barni sínu stein er það biður um brauð? Eða höggorm þegar það biður um fisk? Fyrst þér þér sem eruð vond hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir sem biðja hann? Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. AMEN. Matt 7:7-12


Bæn dagsins

Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið,munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga þínu. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns. Gefið ekki hundum það sem heilagt er og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum og þeir snúa sér við og rífa yður í sig. AMEN.

matt 7:1-6


Bæn dagsins

Drottinn er konungur um aldur og ævi, heiðingjum er eytt úr landi hans. Þú hefur heyrt óskir volaðra, Drottinn þú eykur þeim þor og hneigir eyra þitt að þeim,lætur munaðarlausa og kúgaða ná rétti sinum. 

Enginn maður á jörðu beiti framar ofbeldi.AMEN.

Sálm 10:16-18

 

 

 


Bæn dagsins

Þú lengir lífdaga konungs, lát ár hans vara frá kyni til kyns. Hann skal um eilífð sitja í hásæti frammi fyrir Guði, lát miskunn og trúfesti varðveita hann. Þá vil ég syngja nafni þínu lof um aldur, efna heit mín alla daga. AMEN.

Sálm 61:7-9


Bæn dagsins

Sál mín er beygð, því vil ég minnast þín frá Jórdanar - og Hermolandi, frá litla fjallinu. Eitt djúpið kallar á annað þegar fossar þínir duna, allir boðar þínir og bylgjur ganga yfir mig. Um daga býður Drottinn út náð sinni og um nætur syng ég honum ljóð, bæn til Guðs lífs míns. Ég segi við Guð, bjarg mitt: ,,Hví hefur þú gleymt mér? Hví verð ég að ganga um harmandi, kúgaður af óvinum?"

Háð fjandmanna minna nístir mig í merg og bein þegar þeir segja allan daginn: ,,Hvar er Guð þinn?"

Hví ert þú buguð, sál mín, og ólgar í mér? Vona á Guð því að enn mun ég fá að lofa hann, hjálpræði auglitis míns og Guð minn. AMEN.

Sálm 42:7-12


Bæn dagsins

Óvinir mínir óska mér ills: ,,Hvenær skyldi hann deyja og nafn hans að engu verða?" Komi einhver að vitja mín talar hann innantóm orð,leggur illgirnina á minnið, fer og beiðir hana út. Allir sem mig hata hvískra um mig, þeir hyggja á illt mér til handa: ,,Hann er altekinn helsótt, hann er lagstur og rís ekki framar." Jafnvel vinur minn, sem ég treysti og neytti matar við borð mitt, lyftir hæl sínum móti mér. En þú, Drottinn, ver mér náðugur  og hjálpa mér á fætur svo að ég megi endurgjalda þeim. Ef óvinur minn hlakkar ekki yfir mér veit ég að þú hefur þóknun á mér. Þú studdir mig af því að ég er saklaus og lætur mig standa frammi fyrir augliti þínu að eilífu. AMEN. 

Sálm 41:6-13


Bæn dagsins

En þeir sem leita þín skulu gleðjast og fagna yfir þér. Þeir sem unna hjálpræði þínu skulu sífellt segja: ,,Mikill er Drottinn." Ég er hrjáður og snauður en Drottinn ber umhyggju fyrir mér. Þú ert fulltingi mitt og frelsari, tef eigi, Guð minn. AMEN.

40:17-18


Bæn dagsins

Drottinn, lát þér þóknast að frelsa mig, Drottinn, skunda mér til hjálpar. Lát þá verða til skammar og hljóta kinnroða er sitja um líf mitt, lát þá hverfa aftur með skömm er óska mér ógæfu. Lát þá sem hrópa að mér háðsyrði hrylla við eigin smán. AMEN. Sálm 40:14


Bæn dagsins

Háð fjandmanna minna nístir mig í merg og bein þegar þeir segja allan daginn: ,,Hvar er Guð þinn?" Hví ert þú buguð, sál mín, og ólgar í mér? Vona á Guð því að enn mun ég fá að lofa hann, hjálpræði auglitis míns og Guð minn. AMEN. 42:11-12


Bæn dagsins

Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, frá eilífðar.

AMEN.AMEN. Sálm.41:14

Eins og hindin þráir vatnslindir þráir sál mín, ó Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda Guði, hvenær mun ég fá að koma og sjá andlit Guðs? Tjá mín urðu fæða mín dag og nótt því að daglangt var ég spurður: ,,Hvar er Guð þinn?" Ég bugast af sorg er ég minnist þess sem var þegar ég fór fyrir fylkingunni, fór fyrir þeim sem héldu að húsi Guðs, með gleðihrópum og lofsöng í fagnandi hátíðarskara. AMEN. 42:2-5


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

218 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 171
  • Frá upphafi: 208461

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband