Bæn dagsins...Fyrir Heródesi.

Þegar Pílatus heyrði þetta spurði hann hvort maðurinn væri Galílei.

Og er hann varð þess vís að hann var úr umdæmi heródelar er þá var og í Jerúsalem á þeim dögum.

En Heródes varð næsta glaður er hann sá Jesú því hann hafði lengi langað að sjá hann þar eð hann hafði heyrt frá honum sagt.

vænti hann nú  að sjá hann gera eitthvert tákn. 

Hann spurði Jesú á marga vegu en hann svaraði honum engu.

Æðstu prestarnir og fræðimennirnir stóðu þar og ásökuðu hann harðlega.

En Heródes óvirti hann og spottaði ásamt hermönnum sínum, lagði yfir hann skínandi klæði og sendi hann aftur til Pílatusar.

Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir en áður var fjandskapur með þeim. Amen.

Lúk:23:6-12


Bæn dagsins...Fyrir Pílatusi.

Þá stóð upp allur skarinn og færði Je´sú fyrir Pílatus.

Þeir tóku að ákæra hann og sögðu: ,,Við höfum komist að raun um að þessi maður leiðir þjóð okkar afvega, hann bannar að gjalda keisaranum skatt og segist sjálfur vera Kristur, konungur."

Pílatus spurði hann þá. ,,Ert þú konungur Gyðinga?" Jesús svaraði: ,,Það eru þín orð."

Pílatus sagði við æðstu prestana og fólkið: ,,Enga sök finn ég hjá þessum manni."

En þeir urðu því ákafari og sögðu: ,, Hann æsir upp lýðinn með því sem hann kennir í allri Júdeu, hann byrjaði í Galíleu og er nú kominn hingað." Amen.

Lúk:23:1-5


Bæn dagsins...Fyrir ráðinu.

Þegar dagur rann kom öldungaráðið saman, bæði æðstu prestar og fræðimenn, og létu færa hann fyrir ráðsfund sinn.

Þeir sögðu: ,,Ef þú ert Kristur, þá segðu okkur það."

En Jesús sagði við þá: ,,Þótt ég segi ykkur það munuð þig ekki trúa og ef ég spyr ykkur svarið þið ekki.

En upp frá þessu mun Mannssonurinn sitja til hægri handar almáttugum Guði."

Þá spurðu þeir allir: ,,Ert þú sonur Guðs?"

Og hann sagði við þá: ,,þið segið að ég sé sá."

En þeir sögðu: ,,Hvað þurfum við nú framar vitnis við? Við höfum sjálfir heyrt það af munni hans." Amen.

Lúk:22:66-71


Bloggfærslur 29. mars 2024

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

241 dagur til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 207894

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.