Færsluflokkur: Trúmál

bæn dagsins...Pétur og Jóhannes fyrir ráðinu

Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur."

Þegar ráðsherrarnir sáu djörfung Péturs og Jóhannes og skildu að þeir voru ekki lærðir, heldur óbrotnir alþýðumenn, undruðust þeir.

Þeir könnuðust og við að þeir höfðu verið með Jesú.

Og er þeir sáu manninn, sem læknaður hafði verið, standa hjá þeim máttu þeir ekki í móti mæla.

Þeir skipuðu þeim að ganga út frá ráðinu, tóku saman ráð sín og sögðu: ,,Hvað eigum við að gera við þessa menn? því að öllum Jerúsalembúum er það ljóst að þeir hafa gert ótvírætt tákn.

Við getum ekki neitað því.

 Þetta má ekki berast frekar út meðal fólksins.

Við skulum því hóta þeim hörðu svo að þeir tali aldrei framar í þessu nafni við nokkurn."

Síðan kölluðu þeir þá fyrir sig og skipuðu þeim að hætta með öllu að tala í Jesú nafni.

Pétur og Jóhannes svöruðu: ,,Dæmið sjálfir hvort það sé rétt í augum Guðs að hlýðnast ykkur fremur en honum.

Við getum ekki annað en talað það sem við höfum sér og heyrt.

En þeir ógnuðu þeim enn frekar og slepptu þeim síðan þar sem þeir sáu enga leið vegna fólksins að hegna þeim því allir lofuðu Guð fyrir þennan atburð, en maðurinn, sem læknast hefði með þessu tákni,var yfir fertugt. Amen.

Post:4:12-22


Bæn dagsins...Pétur og Jóhannes fyrir ráðinu

Þá  sagði Pétur við þá, fylltur heilögum anda: ,,Höfðingjar þjóðar okkar og öldungar, með því að við eigum í dag að svara til saka vegna góðverks við sjúkan mann og gera grein fyrir því hvernig hann sé orðinn heill, þá sé ykkur öllum kunnugt og öllum Ísraelslýð að í nafni Jesú Krists frá Nasaret, þess er þið krossfestuð en Guð uppvakti frá dauðum, í hans nafni stendur þessi maður heilbrigður fyrir augum ykkar.

Jesús er steinninn sem þér, húsasmiðirnir, virtuð einskis, hann er orðinn að hyrningarsteini. Amen.

Post:4:8-11

 


Bæn dagsins...Pétur og Jóhannes fyrir ráðinu

Morguninn eftir komu höfðingjarnir, öldungarnir og fræðimennirnir saman í Jerúsalem.

Þar voru Annas, æðsti prestur, Kaífas, Jóhannes, Alexander og allir sem voru af æðstaprestsættum.

Þeir létu  leiða postulana fram og spurðu þá: ,,Með hvaða krafti eða í hvers nafni gerðuð þið þetta?" Amen.

Post:4:5-7


Bæn dagsins...Pétur og Jóhannes fyrir ráðinu

Meðan þeir Pétur og Jóhannes voru að tala til fólksins komu að þeim prestarnir, varðforingi helgidómsins og saddúkearnir.

Þeir voru æfir yfir því að postularnir voru að kenna fólkinu og boða upprisuna frá dauðum í krafti Jesú.

Lögðu þeir hendur á þá og hnepptu þá í varðhald til næsta morguns því að kvöld var komið.

En mörg þeirra, er heyrt höfðu orðið, tóku trú og tala karlmennanna einna varð um fimm þúsundir. Amen.

Post:4:1-4


Bæn dagsins...Pétur talar.

Þá mun Drottinn láta upp renna endurlífgunartíma og hann mun senda Krist sem ykkur er fyrirhugaður sem er Jesús.

Hann á að vera í himninum allt til þess tíma þegar Guð endurreisir alla hluti eins og hann hefur frá alda öðli látið heilaga spámenn sína boða.

Móses sagði: Spámenn líka mér mun Drottinn, Guð ykkar, kalla fram úr hópi bræðra ykkar.

Á hann skuluð þig hlýða í öllu er hann talar til ykkar.

Og sérhver sá sem hlýðir ekki á þennan spámann skal upprættur verða úr samfélagi Guðs.

Allir spámennirnir, Samúel og þeir sem á eftir komu, allir þeir sem talað hafa, boðuðu og þessa daga.

Þið eruð börn spámannanna og eigið hluti í s´æattmálanum sem Guð gerði við forfeður ykkar er hann sagði við Abraham:; Af þínu afkvæmi skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta. Guð hefur reist upp þjón sinn og sent hann fyrst til ykkar til að blessa ykkur og snúa hverju ykkar frá vondri breytnisinni." Amen.

Post:3:20-26


Bæn dagsins...Pétur talar.

Nú veit ég, systkin, að þið gerðuð það af vanþekkingu, sem og höfðingjar ykkar.

 En Guð lét þannig rætast það sem hann hafði látið alla spámennina boða, að Kristur hans skyldi líða.

 Takið því sinnaskiptum og snúið ykkur til Guðs svo að hann afmái syndir ykkar. Amen.

Post:3:17-19


Bæn dagsins...Pétur talar.

Þið afneituðuð hinum heilaga og réttláta en beiddust að manndrápari yrði ykkur gefinn.

Þið lífl´tuð höfðingja lífsins en Guð uppvakti hann frá dauðum og að því erum við vottar.

Trúin á nafn Jesú gerði þennan mann, sem þið sjáið og þekkið, styrkan.

Nafn hans og trúin, sem hann gefur, veitti manninum þennan albata fyrir augum ykkar allra. Amen.

Póst:3:14-16

 


Bæn dagsins...Pétur talar.

Maðurinn hélt sér að Pétri og Jóhannesi og og þá flykktist allt fólkið furðu lostið til þeirra í súlnagöngin sem kennd eru við Salómon.

Þegar Pétur sá það ávarpaði hann fólkið: ,,Ísraelsmenn, hví furðar ykkur á þessu eða hví starið þið á okkur eins og við hefðum af eigin mætti eða guðrækni komið því til leiðar að þessi maður gengur? Guð forfeðra vorra, Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs, hefur gert þjón sinn, Jesú, dýrlegan, sama Jesú sem þið framselduð og afneituðuð frammi fyrir Pílatusi er hann hafði ályktað að láta hann lausan.Amen.

Post:3:11-13


Bæn dagsins...Við Fögrudyr.

Pétur og Jóhannes gengu upp í helgidóminn til síðdegisbæna.

Þá var þangað borinn maður, lami frá móðurlífi, er dag hvern var settur við þær dyr helgidómsins sem nefndar eru Fögrudyr til að beiðast ölmusu af þeim er inn gengu í helgidóminn.

Er hann sá þá Pétur og Jóhannes á leið inn í helgidóminn baðst hann ölmusu.

Þeir horfðu fast á hann og Pétur sagði: ,,Lít þú á okkur."

Hann starði á þá í von um að fá eitthvað hjá þeim. 

Pétur sagði: ,,Silfur og gull á ég ekki en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasarit, statt upp og gakk!" Og hann tók í hægri hönd honum og reisti hann upp.

Jafnskjótt urðu fætur hans og ökklar styrkir, hann spratt upp, stóð í fætur og tók að ganga.

Hann fór inn með þeim í helgidóminn, gekk um og stökk og lofaði Guð.

 Allt fólkið sá hann ganga um og lofa Guð.

Menn könnuðust við að hann var sá er hafði setið fyrir Fögrudyrum helgidómsins til að beiðast ölmusu.

Urðu þeir furðu lostnir og frá sér numdir af því sem fram við hann hafði komið. Amen.

Post:3:1-10.


Bæn dagsins...Samfélag trúaðra.

Ótta setti að hverjum manni en mörg undur og tákn gerðust fyrir hendur postulanna.

Allir þeir sem trúðu héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt.

Menn seldu eigur sínar og muni og skiptu meðal allra eftir því sem hver hafði þörf á.

Daglega komu menn saman með einum huga í helgidóminum, brutu brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans.

Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum.

En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim er frelsast létu. amen.

Post:2:43-47.    .

 


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

218 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 160
  • Frá upphafi: 208450

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.