Bæn.

Ég hata tvílráða menn en lögmál þitt elska ég.

Þú ert skjól mitt og skjöldur, ég vona á orð þitt.

Víkið frá mér, illgjörðamenn, að ég megi halda boð Guðs míns. 

Styð mig með orði þínu, að ég megi lifa og lát von mína eigi  verða  til skammar. Styð mig, að ég megi frelsast og ætíð gefa gaum að lögum þínum.

Þú hafnar öllum sem villast frá lögum þínum því að svik þeirra eru til einskis. Þú metur sem sorp alla óguðlega, þess vegna elska ég fyrirmæli þín. Ég nötra af hræðslu við og skelfist dóma þína.

Ég hef iðkað rétt og réttlæti, sel mig eigi í hendur kúgurum mínum. Tryggðu þjóni þínum velfarnað, lát eigi ofstopamennina kúga mig. Augu mín daprast af þrá eftir hjálp þinni og réttlátu fyrirheiti þínu.Amen.

Sálm:119:113-123

 


Gamlárskvöld 2023 Bæn kvöldins

Fyrirmæli þín eru hlutskipti mitt um aldur því að þau gleðja hjarta mitt. Ég hef hneigt hjarta mitt að því að hlýða boðum þínum um aldur og allt til enda.Amen

Sálm:119:11-112


Bæn dagsins

Ég hef svarið og haldið það að varðveita þín réttlátu ákvæði. Ég er mjög beygður, Drottinn, lát mig lífi halda eftir orði þínu. Drottinn, tak með velþóknun við gjöfum munns míns og kenn mér ákvæði þín. Líf mitt er ætíð í hættu en ég hef ekki gleymt lögmáli þínu. Óguðlegir hafa lagt snöru fyrir mig en ég hef ekki villst frá fyrirmælum þínum.Amen.

Sálm:119:106-110

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Amen.

Sálm:119:105


Bloggfærslur 31. desember 2023

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 212126

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.