Bæn.

Ég hata tvílráða menn en lögmál þitt elska ég.

Þú ert skjól mitt og skjöldur, ég vona á orð þitt.

Víkið frá mér, illgjörðamenn, að ég megi halda boð Guðs míns. 

Styð mig með orði þínu, að ég megi lifa og lát von mína eigi  verða  til skammar. Styð mig, að ég megi frelsast og ætíð gefa gaum að lögum þínum.

Þú hafnar öllum sem villast frá lögum þínum því að svik þeirra eru til einskis. Þú metur sem sorp alla óguðlega, þess vegna elska ég fyrirmæli þín. Ég nötra af hræðslu við og skelfist dóma þína.

Ég hef iðkað rétt og réttlæti, sel mig eigi í hendur kúgurum mínum. Tryggðu þjóni þínum velfarnað, lát eigi ofstopamennina kúga mig. Augu mín daprast af þrá eftir hjálp þinni og réttlátu fyrirheiti þínu.Amen.

Sálm:119:113-123

 


Gamlárskvöld 2023 Bæn kvöldins

Fyrirmæli þín eru hlutskipti mitt um aldur því að þau gleðja hjarta mitt. Ég hef hneigt hjarta mitt að því að hlýða boðum þínum um aldur og allt til enda.Amen

Sálm:119:11-112


Bæn dagsins

Ég hef svarið og haldið það að varðveita þín réttlátu ákvæði. Ég er mjög beygður, Drottinn, lát mig lífi halda eftir orði þínu. Drottinn, tak með velþóknun við gjöfum munns míns og kenn mér ákvæði þín. Líf mitt er ætíð í hættu en ég hef ekki gleymt lögmáli þínu. Óguðlegir hafa lagt snöru fyrir mig en ég hef ekki villst frá fyrirmælum þínum.Amen.

Sálm:119:106-110

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Amen.

Sálm:119:105


Bæn dagsins

Ég er skynsamari en öldungar því að ég held fyrirmæli þín. Ég forða fæti mínum frá hverjum vondum vegi því að ég fylgi orði þínu. Ég vik eigi frá reglum þínum því að þú hefur kennt mér. Hve sæt eru fyrirheit því gómi mínum, hunangi betri munni mínum. Af fyrirmælum þínum er ég skynsamur orðinn, þess vegna hata ég sérhvern lygaveg. Amen.

Sálm:119:100-104


Bæn dagsins

Hve mjög elska ég lögmál þitt, allan daginn íhuga ég það. Boð þín hafa gert mig vitrari en óvini mína því að þau hef ég ætíð hjá mér. Ég er hyggnari en allir kennarar mínir því að ég ´huga reglur þínar.Amen

Sálm:119:97-99

 


Bæn dagsins

Eftir ákvæðum þínum stendur hún enn í dag því að allt lýtur þér. Væru lög þín ekki gleði mín hefði ég farist í eymd minni. Ég skal aldrei gleyma fyrirmælum þínum því að með þeim hefur þú látið mig lífi halda. Þinn er ég, bjarga mér því að ég leita fyrirmæla þinna. Óguðlegir sitja fyrir mér en ég gef gaum að reglum þínum. Ég hef séð takmörk á allri fullkomnun en boð þín eiga sér engin takmörk. Amen.

Sálm:119:91-96  


Bæn dagsins

Orð þitt, Drottinn,varir að eilífu, það stendur stöðugt á himnum.Frá kyni til kyns varir trúfesti þín, þú hefur grundvallað jörðina og hún stendur.Amen.

Sálm:119:89-90


Bæn dagsins

Öll boð þín eru áreiðanleg, menn ofsækja mig með lygum, veit mér lið! Við lá að þeir afmáðu mig af jörðinni en ég vék ekki frá fyrirmælum þínum. Lát mig lífi  halda sakir miskunnar þinnar, að ég megi varðveita reglurnar af munni þínum. Amen.

Sálm:119:86-88


Bæn dagsins

Hve margir eru dagar þjóns þíns? Hvenær kveður þú upp dóm yfir ofsækjendum mínum? Hrokafullir grófu mér grafir, þeir hlýða ekki lögum þínum.Amen.

Sálm:119:84-85


Bæn dagsins

Sál mín tærist af þrá eftir hjálp þinni, ég bíð eftir orði þínu, augu mín daprast af þrá eftir orði: Hvenær munt þú hugga mig? Ég er orðinn eins og skorpinn vínbelgur en lögum þínum hef ég eigi gleymt. Amen.

Sálm:119:81-83


Bæn dagsins

Þeir snúi sér til mín sem óttast þig og þekkja fyrirmæli þín. Gef mér að fylgja lögum þínum af heilu hjarta svo að ég verði eigi til skammar. Amen.

Sálm:119:79-80


Bæn dagsins

Lát náð þína verða mér til huggunar eins og þú hefur heitið þjóni þínum. Sendu mér miskunn þína, að ég megi lifa, því að lögmál þitt er unun mín.  Lát hrokagikkina verða til skammar sem þjaka mig að ósekju en ég íhuga fyrirmæli þín. Amen.

Sálm:119:76-78


Bæn dagsins

Þeir er óttast þig sjá mig og gleðjast því að ég vona á orð þitt. Ég veit, Drottinn, að dómar þínir eru réttlátir, að þú auðmýktir mig í trúfesti þinni. Amen.

Sálm:119:74-75


Bæn dagsins

Lögmálið munni þínum er mér mætara en þúsundir skildinga úr silfri og gulli. Hendur þínar sköpuðu mig og mótuðu, veit mér skilning til að læra boð þín. Amen.

Sálm:119:72-73


Bæn dagsins

Hjarta þeirra er sljótt og feitt en ég hef yndi af lögmáli þínu. Það varð mér til góðs að ég var beygður svo að ég gæti lært lög þín. Amen.

Sálm:119:70-71


Bæn dagsins

Þú ert góður og geir vel, kenn mér lög þín. Hrokafullir spinna upp lygar gegn mér en ég fylgi boðum þínum af öllu hjarta. Amen.

Sálm:119:68-69


Bæn dagsins

Áður en ég varð auðmjúkur villtist ég en nú varðveiti ég orð þitt. Amen.

Sálm:119:67


Bæn dagsins

Þú hefur gert vel til þjóns þíns eftir orði þínu, Drottinn. Veit mér dómgreind og þekkingu því að ég treysti boðum þínum. Amen.

Sálm:119:65-66


Bæn dagsins

Ég er vinur allra sem óttast þig og halda fyrirmæli þín. Drottinn, jörðin er full af miskunn þinni, kenn mér lög þín. Amen.

Sálm:119:63-64


Bæn dagsins

Snörur óguðlegra lykja um mig en ég gleymi ekki lögmáli þínu. Um miðnætti rís ég upp til að þakka þér réttlát ákvæði þín. Amen.

Sálm:119:61-62


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

31 dagur til jóla

Des. 2023
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 212137

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.