Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Bæn.

24 3 2013

Treyst Drottni og gjör gott, bú þú í landinu og iðka ráðvendni, þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það, sem hjarta þitt girnist. Sálm.37:3-4.

Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur. Jós. 1:9.

Ég bið að trú mín byggist á eigin reynslu af mætti Guðsí lífi mínu. Ég bið, að ég skynji þetta framar öllu öðru í heiminum.


Fyrirbæn Jesú.

23.3.2013

Fyrirbæn Jesú:

Þetta talaði Jesús, hóf augu sín til til himins og sagði: ,,Faðir, stundin er komin. Gjör son þinn dýrlegan, til þess að sonurinn gjöri þig dýrlegan. Þú gafst honum vald yfir öllum mönnum, að hann gefi eilíft líf öllum þeim, sem þú hefur gefið honum. En það er hið eilífa líf að þekkja  þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. Ég hef gjört þig dýrlegan á jörðu með því að fullkomna það verk, sem þú fékkst mér að vinna. Faðir gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. Jóhannes.17:1-5.


Bæn.

23 3 2013

Augu Drottins hvarfla um alla jörðina, til þess að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar, sem eru heils hugar við hann. 2.Kron. 16:9.

Jesús sagði: ,,Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.'' Opb.3:20.

Ég bið að Guð gefi mér styrk til að lifa heilbrigðu lífi. Ég bið að líf mitt megi verða farsælt.


Elskum hver annan.

22,3,2013,

Elskum hver annan:

Því að þetta er sá boðskapur, sem þér hafið frá upphafi: Vér eigum að elska hver annan. Ekki vera eins og Kain, sem heyrði hinum vonda til og myrti bróður sinn. Og af hverju myrti hann hann? Af því að verk hans voru vond, en verk bróður hans réttlát. Undrist ekki, bræður, þótt heimurinn hati yður.  Vér vitum, að vér erum komnir yfir frá dauðanum til lífsins, af því að vér elskum bræður vora. Sá sem ekki elskar er áfram í dauðanum. Hver sem hatar bróður sinn er manndrápari og þér vitið, að enginn manndrápari hefur eilíft líf í sér. Af því þekkjum vér kærleikann, að Jesús lét lífið fyrir oss. Svo eigum vér og að láta lífið fyrir bræðurna. Ef sá, sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum? Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika. 1.Jóhannesar bréf.3:11-18.


Bæn.

22 3 2013

Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina oglítist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar gvíld. Jer.6:16.

22.3.2013.
Ég bið að Guð fullnægi öllum innri þörfum mínum, Ég bið, að ég noti þá orku sem mér hlotnasr, öðrum til hjálpar.
Amen.

æðruleysibæn.

21,3,2013,

Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt... Kjark til að breyta því, sem ég get breytt... og Vit til að greina það á milli.


Bæn.

21 3 2013

Upphaf fagnaðarerindisins um Jesú Krist, Guðs son. Svo er ritað hjá Jesaja spámanni:

Sjá, ég sendi sendiboða minn á undan þér,  er greiða mun veg þinn. Rödd hrópanda i eyðimörk: Greiðið veg Drottins, gjörið beinar brautir hans. Markús.1:1-3.

21.3.2013.
Ég bið að Guð veri með mér á leið minni um heiminn. Ég bið, að mér sé ljóst að Guð hefur skipulagt þá ferð.
Amen.

kvöldbæn.

20,3,2013, 

Ræða Péturs.

Þá steig Pétur fram og þeir ellefu, og hann hóf upp rödd sína og mælti til þeirra: ,,Gyðingar og allir þér Jerúsalembúar! þetta skuluð þér vita. Ljáið eyru orðum mínum. Eigi eru þessir menn drukknir, eins og þér ætlið, enda aðeins komin dagmál. Hér er að rætast það, sem spámaðurinn Jóel segir:

Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn.

Synir yðar og dætur munu spá, ungmenni yðar munu sjá sýnir og gamalmenni yðar mun drauma dreyma.

Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella anda mínum, og þau munu spá.

Og ég mun láta undur verða á himnum uppi og tákn á jörðu niðri, blóð og eld og reykjarmökk.

Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður dagur Drottins kemur, hinn mikli og dýrlegi.

En hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frellsast.

Postulasagan.2:14-21.  

            Amen.


Bæn.

20 3 2013

Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum. Róm.5:8.

Því ég mun gefa yður orð og visku, sem engir mótstöðumenn yðar fá staðið í gegn né hrakið. Lúk.21:15.

Í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans verð ekki neitt, sem til er. Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því. Jóh.1:1-5.

20.3.2013.
Ég bið að andi Guðs birtist mér eftir mörgum leiðum. Ég bið, að ég starfi á andlegum vettvangi engu síður en hinum veraldlega.
Amen.


Bæn.

19 3 2013

Fyrst þér því eruð uppvaktir með Kristi, þá keppist eftir því, sem er hið efra, þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. Hugsið um það, sem er hið efra, en ekki um það, sem á jörðunni er. Kól.3:1-2.

Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis. Róm.10:9-10.

19.32013.
Ég bið að ég skynji alltaf nærveru Guðs. Ég bið, að ég finni návist hans allan liðlangan daginn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

271 dagur til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 35
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 207111

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.