Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

sálmarnir

pray

Úr djúpinu ákalla ég þig, Drottinn, Drottinn, heyr þú raust mína, lát eyru þín hlusta á grátbeiðni mína!

Ef þú, Drottinn, gæfir gætur að misgjörðum, Drottinn hver fengi þá staðist ?

En hjá þér er fyrirgefning, svo að menn óttist þig.

      sálm.130:1-4 mannakorn í dag 29.12.07


sálmarnir

mamma11

Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda Guði.

           sálm.42:3


sálmarnir

pray

Drottinn bænheyri þig á degi neyðarinnar, nafn Jakobs Guðs bjargi þér.

Hann sendi þér hjálp frá helgidóminum, styðji þig frá Síon.

                   sálm.20:2-3


sálmarnir

pray

Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína.

Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis míns, allan daginn vona ég á þig.

Minnst þú miskunnar þínnar, Drottinn, og kærleiksverka, því að þau eru frá eilífð.

     sálm.25:4-6

Til þín, Drottinn, hef ég sál mína, Guð minn, þér treysti ég.

Lát mig eigi verða til skammar, lát eigi óvini mína hlakka yfir mér.

Hver sá er á þig vonar, mun eigi heldur verða til skammar, þeir verða til skammar, er ótrúir eru að raunalausu.

       sálm. 25:2-3 


sálmarnir

pray

Ég kalla af öllu hjarta, bænheyr mig, Drottinn, ég vil halda lög þín.

Ég ákalla þig, hjálpa þú mér, að ég megi varðveita reglur þínar.

Ég er á ferli fyrir dögun og hrópa og bið orða þinna.

Fyrr en vakan hefst eru augu mín vökul til þess að íhuga orð þitt.

                      sálm.119:145-148


MANCHESTER UNITED

bilde

Cristiano Ronaldo

er leikmaður 18 umferðar.   ein af þeim bestur í heimi.


MANCHESTER UNITED

 

bilde

MANCHESTER UNITED ER KOMIÐ Á TOPP ENSKA


LÚKAS

DSC01501

Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himins, sögðu hirðarnir sín á milli: Förum beint til Betlehem að sjá það, sem gjörst hefur og Drottinn hefur kunngjört oss," Og þeir fóru með skyndi og fundu Maríu og Jósef og ungbarnið, sem lá í jötu. Þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er þeim hafði verið sagt um barn þetta. Og allir, sem heyrðu, undruðust það, er hirðarnir sögðu þeim. En María geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi það. Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu Guð og lofuðu hann fyrir það, sem þeir höfðu heyrt og séð, en allt var það eins og þeim hafði verið sagt.

                      Lúkas.2:15-20

Látinn heita Jesús.

Þegar átti dagar voru liðnir, skyldi umskera hann, og var hann látinn heita JESÚS, eins og engillinn nefndi hann, áður en hann var getinn í móðurlífi.

  Lúkas 2:21


bæn

Picture 006

verið því eigi hryggir, því að gleði Drottins er hlífiskjöldur yðar.

(25.Des.05)


LÚKAS

DSC01502

Frelsari fæddur

En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir, en engillinn sagði við þá: ,,Verið óhræddir,því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelssari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu." Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu:

Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.

                        Lúkas.2:8-14


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 182
  • Frá upphafi: 207705

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband